banner
   fim 15. júlí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gömul vonarstjarna Liverpool semur við HB Köge
Mynd: Getty Images
Jon Flanagan, fyrrum leikmaður Liverpool, er orðinn leikmaður HB Köge í Danmörku.

Flanagan er 28 ára hægri bakvörður sem skrifar undir tveggja ára samning.

Hann hefur spilað með Liverpool, Burnley, Bolton, Rangers og belgíska félaginu RSC Charleroi á sínum ferli.

Hann á þá að baki einn A-landsleik fyrir England. Flanagan var í stóru hlutverki hjá Liverpool tímabilið 2013-2014 þegar hann lék 23 leiki í úrvalsdeildinni. Alls lék hann 51 keppnisleik með aðalliðinu.

HB Köge spilar í dönsku fyrstu deildinni og verður Flanagan í treyju númer tvö hjá félaginu.

Daniel Agger er þjálfari HB Köge en hann lék með Flanagan hjá Liverpool á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner