Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. júlí 2021 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jón Þór: Sammi er djöfulli erfiður
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Vestri
Sammi ákveðinn.
Sammi ákveðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir hætti á mánudag.
Heiðar Birnir hætti á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór á hliðarlínunni á Laugardalsvelli síðasta haust.
Jón Þór á hliðarlínunni á Laugardalsvelli síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrún er dagskrárgerðakona á Stöð 2
Sigrún er dagskrárgerðakona á Stöð 2
Mynd: Stöð 2
„Það er nú fyrst og fremst þannig að það er ekki hægt að segja nei við Samma, hann er djöfulli erfiður. Það er ekki annað hægt að segja," sagði Jón Þór Hauksson léttur við Fótbolta.net í dag. Sammi er Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra.

Jón Þór er tekinn við liði Vestra og stýrir liðinu út tímabilið. Hann var tilkynntur sem þjálfari liðsins í dag.

Sagði tvisvar nei við Samma - Fjölskyldan til í þetta
Jón Þór sagði við Fótbolta.net á þriðjudag að hann hefði sagt nei við tilboði frá Vestra.

„Þetta tækifæri er ansi spennandi en þetta var spurning um tíma og aðstæður aðallega. Eftir samræður við fjölskylduna voru allir tilbúnir að stökkva af stað í smá ævintýri. Þá var ekkert annað að gera en að skella sér í þetta. Það er bara jákvætt og spennandi."

Fer fjölskyldan með vestur?

„Já, hún verður með mér þangað til skólinn byrjar hjá eldri strákunum. Þau ná að vera með mér í mánuð og svo klára ég mótið. Það eru allir spenntir."

Er það þetta seinna símtal frá Samma sem endanlega sannfærði þig?

„Ég átti eftir að segja nei við hann einu sinni enn, hann í raun og veru náði að sannfæra Sigrúnu," sagði Jón Þór í léttum tón. „Nei, eins og ég segi, þá snerist þetta um fjölskylduaðstæður og fyrst að það gekk upp þá var þetta ekki spurning."

„Ég er spenntur að taka við þessu liði, það er fullt af flottu fólki hérna, bæði það sem ég hef hitt og það sem ég á eftir að hitta. Ég er nýkominn, er að koma mér inn í þetta og þetta lítur allt mjög vel út."


Tekur við góðu búi
Er það heiður að koma til greina í þetta starf?

„Já, algjörlega. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Nú snýst þetta um að gera sitt besta fyrir félagið. Það er auðvitað aldrei ákjósanleg staða að skipta um þjálfara á miðju tímabili. Ég er heppinn með það að gera að liðið er vel þjálfað og ég tek við góðu búi af Heiðari sem gerði fína hluti hérna. Núna er það mitt hlutverk að gera mitt besta til að taka það áfram og klára tímabilið af krafti."

Sjá einnig:
Heiðar Birnir hættir sem þjálfari Vestra (Staðfest)
Sammi: Heiðar fann að hann var ekki með leikmenn með sér

Vestri er í sjötta sæti og ýmsir möguleikar í stöðunni.

„Já, síðasti leikur tapaðist og við byrjum á því núna að snúa því gengi við. Það er leiðinlegasti frasinn 'við tökum einn leik fyrir í einu' og undirbúum okkur fyrir leikinn á laugardaginn. Þetta snýst allt um þann leik. Það auðveldar þá vinnu að koma inn í hlutina hér að það er frábært fólk í kringum félagið."

Spenntur að komast aftur í þjálfaraskóna
Ertu búinn að fylgjast eitthvað með Lengjudeildinni í sumar?

„Ekki alveg af fullum krafti. Maður er auðvitað fótboltaáhugamaður og fylgist með fótboltanum á Íslandi. Nú þarf maður að komast ennþá betur inn í hlutina. Maður hefur verið að fylgjast með bara sem áhugamaður. Nú fer maður að kafa í deildina, hvernig þetta hefur verið að spilast og þróast."

Hvernig líst þér á leikinn gegn Þrótti á laugardaginn?

„Ég hitti hópinn í fyrsta sinn á eftir. Það leggjast allir leikir vel í mig, ég er fullur tilhlökkunar að vinna með liðinu og að komast aftur í gírinn. Maður er búinn að vera í pásu núna og það er kærkomið að komast aftur í skóna."

Ætlaði ekki í þjálfun fyrr en í haust - Voru að eignast barn
Jón Þór hefur ekki verið í starfi sem þjálfari síðan hann var með kvennalandsliðið. Hann hætti í því starfi í lok síðasta árs. Varstu farinn að bíða eftir símtali frá félögum eða varstu farinn að sækja um önnur störf?

„Nei, ég hafði ekkert gert það. Ég var búinn að taka ákvörðun um að ég myndi ekkert gera fyrr en í fyrsta lagi í haust. Ég hef ekkkert verið að sækjast eftir starfi eða heyrt í neinum varðandi svoleiðis. Ég var í starfi hjá Stöð 2 Sport að fjalla um Pepsi Max-deildina. Mér líkaði það starf vel, skemmtilegt og ég er þakklátur fullt af fólki þar. Ég fékk tækifæri þar til að vera í kringum fótboltann á þann hátt. Það hentaði mér mjög vel í sumar þar sem ég ætlaði mér ekki í þjálfun fyrr en í haust."

„Við vorum að eignast barn í síðustu viku þannig þetta var ekki í kortunum. Eins og ég sagði áðan, fyrst að það allt saman gekk upp þá er ég í skýjunum með þetta."


Sigrún farin að setja pressu
Eiginkona Jóns Þórs er Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagksrárgerðakona á Stöð 2. Voru þetta stífar samningsviðræður við frúna um að fara með til Ísafjarðar?

„Nei, í raun og veru var hún orðin það spennt fyrir þessu að hún var farin að pressa á mig að taka þessu. Vonandi eigum við góðar stundir framundan hér í sumar. Fyrst og fremst er það gengi liðsins og ég er spenntur fyrir því að byrja að vinna," sagði Jón Þór að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner