Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. júlí 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Jafnt í toppslagnum - Albert klikkaði á Panenka
Lengjudeildin
Albert, sem er búinn að vera besti leikmaður deildarinnar, klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu.
Albert, sem er búinn að vera besti leikmaður deildarinnar, klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 1 ÍBV
1-0 Indriði Áki Þorláksson ('71 )
1-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('72 )
1-1 Albert Hafsteinsson ('84 , misnotað víti)

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍBV

Niðurstaðan var jafntefli þegar tvö efstu lið Lengjudeildarinnar áttust við í dag.

Leikið var á Framvelli er heimamenn í Fram fengu ÍBV í heimsókn. Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur og var staðan markalaus að honum loknum.

Á 71. mínútu tók Fram forystuna. „Hornspyrna fyrir Framara í þetta sinn tekur Fred spyrnuna og boltinn ratar beint á kollinn á Indriða og hann stangar honum í fjær," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í beinni textalýsingu þegar Indriði Áki Þorláksson kom heimamönnum yfir.

Í næstu sókn jafnaði ÍBV - forystan lifði ekki lengi. Sito jafnaði metin fyrir ÍBV um leið.

Fram fékk dauðafæri til að vinna leikinn en Albert Hafsteinsson klikkaði á vítapunktinum á 84. mínútu. „Albert ætlar að reyna Panenka en Halldór grípur boltann," skrifaði Haraldur.

Lokatölur 1-1 en Halldór Páll í marki ÍBV varði stórkostlega undir lokin til að landa stiginu fyrir Eyjamenn.

Fram er áfram með níu stiga forystu á ÍBV á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner