Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. júlí 2021 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Lalic ekki á leið í Kórdrengi
Lengjudeildin
Franko Lalic.
Franko Lalic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Franko Lalic mun ekki ganga í raðir Kórdrengja frá Þrótti.

Við sögðum frá því fyrr í dag að Kórdrengir væru að reyna að kaupa Lalic en Davíð Smári Lamude, þjálfari liðsins, segir að markvörðurinn sé ekki á leið til Kórdrengja.

Kórdrengir hafa verið í markvarðarleit eftir að Lukas Jensen var kallaður aftur heim til Burnley en Jensen lék með Kórdrengjum fyrri hluta tímabilsins.

Lalic er þrítugur Króati sem kom til Þróttar fyrir síðasta tímabil. Hann kom fyrst til Íslands árið 2019 og lék með Víkingi Ólafsvík.

Sindri Snær Vilhjálmsson hefur varið mark Kórdrengja í undanförnum tveimur leikjum en hann er á leið í nám til Bandaríkjanna. Hann er í markinu gegn Selfossi í kvöld. Þá sleit Andri Þór Grétarsson hásin í upphafi móts og verður ekki meira með á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner