Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Man Utd tapaði fyrir Rosenborg - West Ham kom til baka
Marcus Rashford var í byrjunarliði United
Marcus Rashford var í byrjunarliði United
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fyrir norska liðinu Rosenborg, 1-0, í fyrsta leik undirbúningstímabilsins en liðin áttust við á Lerkendal-leikvanginum í Þrándheimi í dag.

Margir öflugir leikmenn byrjuðu hjá United í dag. Casemiro var með fyrirliðabandið og þá voru þeir Jonny Evans, Aaron Wan-Bissaka, Mason Mount og Marcus Rashford allir í liðinu.

Leikurinn var bragðdaufur framan af en United birtimyndband af magnaðri vörslu tékkneska markvarðarins Radek Vite frá Tobias Børkeeiet á samfélagsmiðlinum X.

Í uppbótartíma síðari hálfleiks skoraði Noah Holm sigurmark Rosenborg og lokatölur því 1-0. Man Utd mætir næst skoska liðinu Rangers eftir fimm daga.

Byrjunarlið Man Utd: Vitek, Wan-Bissaka, Evans, Fish, Murray, Casemiro, Mason Mount, Hannibal, Rashford, Wheatley, Williams

West Ham kom á meðan til baka gegn ungverska liðinu Ferencvaros og náði í 2-2 jafntefli.

Leikurinn fór fram á Sportpark Kitzbühel og voru það Ungverjarnir sem fóru með 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Í þeim síðari skoruðu þeir Danny Ings og Nayef Aguerd fyrir West Ham.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Cresswell, Mavropanos, Kilman, Cornet, Ward-Prowse, Kudus, Kodua, Orford, Potts, Guilherme.

Rosenborg 1 - 0 Man Utd
1-0 Noah Holm ('90 )

Ferencvaros 2 - 2 West Ham
1-0 Owusu ('25 )
2-0 Aleksandar Pesic ('41 )
2-1 Danny Ings ('48 )
2-2 Nayef Aguerd ('90 )
Athugasemdir
banner
banner