Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Genoa fær Zanoli á láni frá Napoli (Staðfest)
Mynd: Genoa
Ítalska félagið Genoa hefur fengið Alessandro Zanoli á láni frá Napoli út tímabilið.

Zanoli er 23 ára gamall hægri bakvörður sem var á láni hjá Salernitana á síðustu leiktíð.

Varnarmaðurinn á samtals 22 leiki með aðalliði Napoli en síðustu tvö tímabil hafa þó ekki gengið frábærlega hjá Zanoli.

Hann féll með Sampdoria á síðasta ári og síðan aftur með Salernitana í maí á þessu ári.

Zanoli mun þrátt fyrir það halda áfram að spila í Seríu A en hann er genginn til liðs við Genoa á láni út tímabilið.

Genoa hafnaði í 11. sæti Seríu A á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner