Ítalska félagið Genoa hefur fengið Alessandro Zanoli á láni frá Napoli út tímabilið.
Zanoli er 23 ára gamall hægri bakvörður sem var á láni hjá Salernitana á síðustu leiktíð.
Varnarmaðurinn á samtals 22 leiki með aðalliði Napoli en síðustu tvö tímabil hafa þó ekki gengið frábærlega hjá Zanoli.
Hann féll með Sampdoria á síðasta ári og síðan aftur með Salernitana í maí á þessu ári.
Zanoli mun þrátt fyrir það halda áfram að spila í Seríu A en hann er genginn til liðs við Genoa á láni út tímabilið.
Genoa hafnaði í 11. sæti Seríu A á síðustu leiktíð.
Athugasemdir