Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill áhugi á Loga sem verður líklega seldur í glugganum
Á landsliðsæfingu á Wembley.
Á landsliðsæfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson hefur leikið frábærlega fyrir Strömsgodset í Noregi á tímabilinu. Hann var besti maður liðsins um helgina í tapleik, en Logi skoraði eina mark liðsins með frábæru utanfótarskoti fyrir utan teig.

Logi er 23 ára vinstri bakvörður sem Strömsgodset keypti af Vikingi í ágúst í fyrra. Hann lék með landsliðinu í janúar og var kallaður inn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina tvo í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mikill áhugi á Loga og félög frá Belgíu, Hollandi og Englandi með augastað á kappanum.

Belgíska félagið Kortrijk, þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari, hefur boðið í Loga oftar en einu sinni. Þá fjallaði Fótbolti.net um áhuga Groningen og Twente á kappanum í síðustu viku.

Slúðrað hefur verið um að norska félagið vilji fá um 1,5 milljónir evra fyrir Loga.

Logi hefur skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú í 14 deildarleikjum á tímabilinu.

Stöðutaflan Noregur Toppserien - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bodo-Glimt 19 12 5 2 42 17 +25 41
2 SK Brann 19 10 6 3 32 22 +10 36
3 Viking FK 19 9 6 4 32 23 +9 33
4 Molde 18 9 4 5 34 21 +13 31
5 Fredrikstad 19 8 7 4 25 20 +5 31
6 Rosenborg 19 8 3 8 29 31 -2 27
7 KFUM Oslo 19 6 8 5 24 24 0 26
8 Ham-Kam 19 6 6 7 23 21 +2 24
9 Stromsgodset 19 6 5 8 23 29 -6 23
10 Sarpsborg 19 6 5 8 29 36 -7 23
11 Kristiansund 17 5 6 6 23 25 -2 21
12 Tromso 19 6 3 10 19 25 -6 21
13 Lillestrom 19 6 2 11 24 37 -13 20
14 Haugesund 19 5 3 11 20 30 -10 18
15 Odd 19 4 6 9 19 32 -13 18
16 Sandefjord 18 4 5 9 27 32 -5 17
Athugasemdir
banner
banner
banner