Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   mán 15. júlí 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Muller staðfestir tíðindin - Landsliðsskórnir á hilluna
Heimsmeistari 2014.
Heimsmeistari 2014.
Mynd: Getty Images
Þýski reynsluboltinn Thomas Muller hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þær fregnir láku út eftir að Þýskaland datt út gegn verðandi Evrópumeisturum Spánar í 8-liða úrslitum og hefur hann nú staðfest tíðindin.

Muller, sem er 34 ára, lék alls 131 leik fyrir Þýskaland og skoraði 45 mörk. Hans fyrsti leikur kom undir stjórn Joachim Löw árið 2009. Hann fór á sjö stórmót og hjálpaði Þýskalandi að verða heimsmeistari 2014. Á liðnu EM kom hann tvisvar sinnum við sögu, í bæði skiptin sem varamaður.

„Eftir 14 ár og 131 landsleik þá hef ég ákveðið að segja landsliðsferlinum lokið. Með þessu myndbandi vil ég þakka öllum stuðningsmönnum og samherjum sem studdu mig í þýska liðinu," sagði Muller í myndbandi sem hann setti á Youtube.
Athugasemdir
banner
banner