U19 ára landslið kvenna hefur verið að keppa á sterku æfingamóti í Svíþjóð þessa dagana og tapaði 1-2 gegn U19 liði Noregs á laugardaginn.
Norðmenn komust yfir strax á 2. mínútu, en Hrefna Jónsdóttir jafnaði leikinn á 15. mínútu þegar hún fylgdi sláarskoti Ísabellu Söru Tryggvadóttur eftir. Noregur skoraði svo sigurmarkið á 23. mínútu.
Í dag spilaði Ísland við heimastelpur í Svíþjóð og var staðan 1-1 þegar aflýsa þurfti leiknum vegna úrhellisrigningar.
Leiknum var aflýst eftir um klukkutíma af venjulegum leiktíma þar sem völlurinn var orðinn óleikfær vegna rigningarinnar.
Emelía Óskarsdóttir gerði jöfnunarmark Íslands gegn Svíum, eftir að heimastelpur tóku forystuna.
Athugasemdir