Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. ágúst 2020 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara hampaði bikar með Lyon - Nói og Bjarni Mark í byrjunarliði
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Antonsson.
Bjarni Mark Antonsson.
Mynd: Þorgrímur Þráinsson
Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 73. mínútu þegar Lyon vann 3-0 sigur á Juventus á æfingamóti. Lyon bætti í titlasafnið með sigrinum í dag.

Æfingamótið Trophee Veolia og vann Lyon báða leiki sína á mótinu, gegn Juventus í dag og gegn PSV í gær.

Framundan hjá Lyon eru 8-liða úrslit í Meistaradeild kvenna. Þar getur félagið bætt enn frekar í stórt titilsafn sitt. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð.

Nói Snæhólm spilaði allan leikinn í sigri
Tveir Íslendingar sömdu við félög í Slóvakíu undir lok síðasta mánaðar. Nói Snæhólm Ólafsson var í byrjunarliði Senica í 3-0 sigri á Michalovce. Senica er með þrjú stig eftir þrjá leiki í deildinni.

Birkir Valur Jónsson var ónotaður varamaður Spartak Trnava í 1-1 jafntefli gegn Pohronie á heimavelli. Trnava er með sjö stig í öðru sæti eftir þrjá leiki.

Bjarni Mark byrjaði í tapi
Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliði Brage sem tapaði á útivelli gegn Östers í sænsku B-deildinni.

Bjarni var tekinn af velli eftir 78 mínútur, í stöðunni 3-2. Brage er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki. Bjarni Mark er tiltölulega nýfarinn aftur af stað eftir meiðsli.

Ísak ónotaður varamaður og Hólmar ekki með
Hinn efnilegi Ísak Snær Þorvaldsson var allan tímann á bekknum hjá St Mirren sem vann flottan sigur gegn Hamilton á útivelli í skosku úrvalsdeildinni.

St Mirren er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki spilaða. Ísak er í láni hjá félaginu frá Norwich.

Hólmar Örn Eyjólfsson var fjarri góðu gamni þegar Levski Sofia gerði 1-1 jafntefli gegn Arda í búlgörsku úrvalsdeildinni. Eftir tvo deildarleiki er Levski með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner