Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein fyrstu skilaboðin sem bárust voru frá Óskari
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mætast Breiðablik og Víkingur í sannkölluðum stórleik í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Að margra mati eru þetta tvö sterkustu lið landsins um þessar mundir og það voru þau einnig í fyrra.

Það hefur myndast ákveðinn rígur á milli félaganna upp á síðkastið en það er líka mikil virðing þarna á milli eins og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, kom skemmtilega inn á í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.

„Það er gríðarlegur rígur þarna á milli og maður sér það á milli stuðningsmanna á samfélagsmiðlum, en það er líka gríðarleg virðing á milli þessara tveggja félaga," sagði Arnar.

„Ein af fyrstu skilaboðunum sem ég fæ eftir góðan árangur í Evrópukeppni er frá Óskari (Hrafni Þorvaldssyni) sem er helvíti gaman. Hann vill að liðið sitt sé að rústa mínu liði, en hann vill líka íslenskum fótbolta vel. Rígur? Jú, en mikil virðing."
Athugasemdir
banner
banner
banner