Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fofana ósáttur við verðmiðann á sér
Wesley Fofana.
Wesley Fofana.
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Wesley Fofana er ósáttur við stöðu sína hjá Leicester og vill komast til Chelsea.

Frá þessu greinir Sky Sports.

Hinn 21 árs gamli Fofana vill spila í Meistaradeild Evrópu til þess að auka möguleika sína á að vera í landsliðshópi Frakka á HM í Katar næsta vetur.

Hann er sagður ósáttur við það hversu háan verðmiða Leicester er að setja á sig. Leicester er nú þegar búið að hafna tveimur tilboðum en félagið er sagt vilja fá meira en þær 80 milljónir punda sem Manchester United borgaði fyrir Harry Maguire sumarið 2019.

Þrátt fyrir að hann sé ósáttur þá ætlar Fofana að halda áfram að spila með Leicester á fullum krafti, en hann á fimm ár eftir af samningi sínum. Hann ætlar ekki að fara í neitt verkfall.

En hann vonast til þess að fá draum sinn uppfylltan á endanum; að spila með Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner