Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 15. ágúst 2022 22:31
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Sveins: Gætum ekki verið mikið ánægðari með þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Sveinsson þjálfari Fram var ánægður með lið sitt eftir að þeir unnu 4-1 heimasigur gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Leiknir R.

„Mjög sáttur við sigurinn og 4-1 bara sanngjarn sigur og við vorum töluvert sterkara lið heilt yfir í dag. Mér fannst við bara spila nokkuð vel og stjórna leiknum. Leikurinn var svolítið lokaður framan af fyrri hálfleik og ég meina Leiknir náttúrulega í erfiðri stöðu og þurfa að fara sækja stig. Við vitum það að það er fullt af gæðum í þessu liði þannig að við þurftum að vera alveg á okkar besta leik til að fá eitthvað út úr honum. Þeir svona náðu að stjórna honum framan af leik en svo leystum við það fannst mér, pressan okkar fór að virka betur og við tókum svolítið yfir fannst mér síðustu 15-20 mínúturnar í fyrri hálfleik og sigldum því bara áfram í seinni hálfleik og kláruðum þetta mjög vel."

Fram gerði 2 breytingar á liðinu sínu fyrir leik og 5 skiptingar í leiknum þannig Jón hefur náð að nýta breiddina almennilega.

„Það skiptir öllu máli að vera með breidd í þessu, þetta er langt mót og þú þarft á breidd og leikmönnum að halda. Það er bara mjög gott að vita til þess að við getum tekið góðar skiptingar í leiknum eða á milli leikja og við erum aldrei að veikja liðið, þess þá heldur að styrkja það þegar líður á leikinn þannig að við erum bara ágætlega settir með mannskap og breidd."

Það eru núna 12 stig í fallsætið og Fram komið langa leið með að tryggja sér frá falli.

„Okkur hefur liðið bara ágætlega í allt sumar í sjálfu sér. Við munum bara halda áfram að spila okkar fótbolta og fá fólk á völlinn. Það er góð stemning hérna í Úlfarsárdalnum og við gætum ekki verið mikið ánægðari með þetta upphaf hérna á nýju svæði. Ég meina margir í stúkunni og við erum bara í mjög góðum málum."

Guðmundur Magnússon var í viðtali hjá fótbolti.net þar sem hann talaði um að aðrir væru búnir að ákveða það að hann ætti ekki séns á markakónginum en Jón hefur trú.

„Já að sjálfsögðu (hef ég trú á honum) Gummi er alltaf líklegur til að skora mörk og ekki bara það heldur hann tekur mikið til sín, hann er að búa til mikið, það verður mikið í kringum hann því að hann er stór og sterkur og hann vinnur einvígi þannig hann er ekkert bara að skora mörk heldur gerir hann mikið fyrir liðið og frábær vinnusemi í honum varnarlega líka þannig að hann hefur alla burði til þess að taka markakóngs titilinn en ef ekki þá er hann að skila alveg frábærri vinnu fyrir okkur og fyrir liðið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner