Pep Guardiola staðfesti á fréttamannafundi í dag að Brasilíumennirnir Ederson og Savinho verða ekki í leikmannahópi City gegn Wolves. Leikurinn hefst klukkan 16:30 á morgun.
Savinho er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, meiddist gegn Palermo og verður frá í nokkrar vikur. Guardiola var reyndar nokkuð furðulegur varðandi svör hans með Savinho sem hefur verið orðaður í burtu. Hann sagðist hafa gleymt að segja frá því að hann væri meiddur.
Savinho er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, meiddist gegn Palermo og verður frá í nokkrar vikur. Guardiola var reyndar nokkuð furðulegur varðandi svör hans með Savinho sem hefur verið orðaður í burtu. Hann sagðist hafa gleymt að segja frá því að hann væri meiddur.
Ederson verður ekki með en hann hefur verið orðaður í burtu. City keypti James Trafford frá Burnley í sumar og er núna sterklega orðað við Gianluigi Donnarumma.
„Ederson hefur ekki komið til mín og sagst vilja fara eða sagst vera með tilboð einhvers staðar frá. Allir leikmennirnir eru hér hjá okkur og ég vinn með þeim. Enginn veit hvað mun gerast," sagði Guardiola.
Josko Gvardiol og Mateo Kovacic verða heldur ekki með á morgun.
Athugasemdir