Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bissouma kominn úr agabanni og verður í hóp
Mynd: EPA
Tottenham tekur á móti Burnley í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun en leikurinn verður klukkan 14.

Thomas Frank, stjóri Tottenham, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Yves Bissouma snýr aftur í leikmannahópinn en hann var ekki með í tapinu gegn Paris St-Germain í Ofurbikar Evrópu þar sem hann var í agabanni.

„Hann hefur oft verið að mæta of seint að undanförnu og síðasta skipti var einum of mikið. Þú verður að gefa leikmönnum ást en það verða að vera kröfur og afleiðingar, þetta hefur afleiðingar," sagði Frank í síðustu viku.

Bissouma hefur nú tekið út refsingu fyrir óstundvísi sína og verður með á morgun.
Athugasemdir