mið 15. september 2021 12:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjá ekki framtíð án Mbappe
Mynd: Getty Images
Í kvöld spilar PSG á móti Club Brugge í Meistaradeildinni. Líkur eru á því að besta framlína heims verði öll inn á hjá PSG. Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe, það verður ekki öflugra.

Framtíð Mbappe hjá PSG hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og Real Madrid bauð í Frakkann undir lok félagaskiptagluggans.

Samningur Mbappe rennur út næsta sumar og sögur um að hann ætli sér að fara frítt næsta sumar. Leonardo, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, hefur fulla trú á því að Mbappe muni framlengja samninginn.

„Ég held að enginn hjá PSG sjái framtíð án Mbappe. Ég sé ekki Kylian fara eftir tímabilið. Samband hans við PSG er sterkt," sagði Leonardo við Canal Plus.

Leonardo neitar því að Real hafi boðið í Mbappe eftir að tilboði félagsins hafi verið neitað. Leonardo er ekki ánægður með hvernig Real hegðaði sér á lokametrum gluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner