banner
   fim 15. september 2022 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju var Jói Berg ekki með í síðasta leik?
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Burnley.
Í leik með Burnley.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með í síðasta leik Burnley í Championship-deildinni.

Jói Berg hafði komið við sögu í fjórum leikjum í röð áður en kom að leiknum gegn Preston á þriðjudagskvöld þar sem hann var ekki í leikmannahópnum.

Vincent Kompany, stjóri Burnley, útskýrði það eftir leik hvers vegna Íslendingurinn hefði ekki verið með.

„Jóhann hefur verið að glíma við mikil meiðsli og við þurfum að hugsa vel um hann. Hann er reyndur leikmaður og ef honum líður vel þá er leikmaður með slík gæði alltaf mikilvægur fyrir okkur," sagði Kompany.

„En ef það eru einhver teikn á lofti um að það sé ekki allt í góðu, þá hvílum við hann. Við eigum leik á laugardaginn og vonandi verður hann klár þá."

Burnley, sem er í fimmta sæti Championship-deildarinnar á Englandi, á heimaleik gegn Bristol City á laugardaginn.

Verður Jói Berg í landsliðshópnum?
Framundan eru landsleikir hjá Íslandi gegn Venesúela og Albaníu. Jói Berg spilaði síðast landsleik fyrir rúmu ári síðan gegn Þýskalandi. Hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu árin og hafa þau truflað hann mikið - því hefur hann ekki náð að beita sér mikið með landsliðinu.

Það hafa verið sögusagnir þess efnis um að hann muni snúa aftur í landsliðshópinn fyrir komandi verkefni en hann er augljóslega eitthvað tæpur núna og spurning hvort það hafi áhrif á landsliðið eða ekki.

Landsliðshópurinn fyrir komandi verkefni verður tilkynntur á morgun.

Sjá einnig:
Þrír úr gamla bandinu að snúa aftur?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner