Það var svakalegur leikur þegar Fram fékk FH í heimsókn á Lambhagavöllinn í dag.
Djenairo Daniels kom heimamönnum yfir strax á 2. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið.
Bæði lið þurftu að gera skiptingar vegna meiðsla í fyrri hálfleik en Daniels þurfti að fara af velli. Björn Daníel Sverrisson þurfti einnig að fara af velli.
Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með hælnum. Fyrri hálfleik var ekki lokið því Kjartan Kári Halldórsson skoraði úr aukaspyrnu og FH leiddi í hálfleik.
Alex Freyr Elísson jafnaði metin áður en Kjartan Kári skoraði af vítapunktinum og virtist vera tryggja FH stigin þrjú en þá fékk Fram vítaspyrnu í uppbótatíma og Alex Freyr skoraði úr henni og tryggði Fram stig.
Það var dramatík þegar Stjarnan og Vestri áttust við í Garðabænum. Silas Songani komst í dauðafæri snemma leiks en Árni Snær Ólafsson sá við honum.
Tréverkið bjargaði báðum liðum oft á tíðum en á lokamínútum leiksins dró til tíðinda. Stjarnan fékk vítaspyrnu og Emil Atlason skoraði og tryggði sínum mönnum dramatískan sigur. Vestri er því áfram í fallsæti þegar deildinni verður skipt í tvennt.
Rúnar Már Sigurjónsson var hetja ÍA þegar liðið lagði KA af velli. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. FH missti bæði ÍA og Stjörnuna upp fyrir sig í töflunni en liðin eru aðeins stigi á eftir Val sem situr í 3. sæti og á leik til góða á morgun.
ÍA 1 - 0 KA
1-0 Rúnar Már S Sigurjónsson ('34 )
Lestu um leikinn
Fram 3 - 3 FH
1-0 Djenairo Daniels ('2 )
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('45 )
1-2 Kjartan Kári Halldórsson ('45 )
2-2 Alex Freyr Elísson ('68 )
2-3 Kjartan Kári Halldórsson ('77 , víti)
3-3 Alex Freyr Elísson ('91 , víti)
Lestu um leikinn
Stjarnan 1 - 0 Vestri
1-0 Emil Atlason ('90 , víti)
Lestu um leikinn
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |