Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 15. október 2019 15:50
Magnús Már Einarsson
Formaður Gróttu um laun leikmanna: Höfum ekki áætlað breytingu
Birgir Tjörvi Pétursson.
Birgir Tjörvi Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ágúst var efstur á blaði hjá okkur og einn af fyrstu kostum sem komu upp í hugann hjá okkur eftir að við lentum í þessari stöðu," sagði Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, við Fótbolta.net í dag.

Nýliðar Gróttu réðu í dag Ágúst Gylfason sem þjálfara til næstu þriggja ára en hann stýrir liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Við erum ekki að tjalda til einnar nætur. Við erum að horfa á þetta starf á nesinu til lengri tíma. Við erum að reyna að byggja upp innviði í þessu félagi til að það verði festa og stöðugleiki í starfinu. Við viljum vera uppbyggingarfélag og þess vegna er mikilvægt að vera ekki með of örar breytingar."

„Höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu"
Grótta hefur haldið því á lofti að leikmenn liðsins fái ekki greidd laun og þess í stað sé meira lagt í umgjörð félagsins. Verður breyting þar á núna þannig að leikmenn fái laun?

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu," sagði Birgir. „Við sjáum ekki að það sé knattspyrnuhreyfingunni til heilla að fara í þessa átt að byggja upp liðin á leikmönnum sem þiggja himinhá laun. Við viljum byggja liðið upp á uppöldum leikmönnum og ungum leikmönnum sem fá eki tækifæri annars staðar. Við viljum að þessir fjármunir nýtist í strákana og stelpurnar eftir því sem við á."

„Við höfum ekki áætlað neina breytingu á þvi hvernig við rekum okkar starf í grunninn. Við erum lítið félag og verðum að haga seglum eftir vindi og eyða ekki umfram það sem við öflum. Félög hafa brennt sig á því að ætla sér um. Við þurfum að ganga varlega inn um þessar dyr. Við höfum mikinn metnað í að byggja upp leikmannahópinn og gera strákana okkar betri í fótbolta. Við ætlum að verja okkar fjármunum í það og það er okkar fókus í augnabliki. Við sjaúm hvernig við ráðumst í það verkefni. Það helgast mikið af samtali okkar við þjálfarateymið."


Ætla ekki að kollvarpa liðinu
Nokkrir lánsmenn voru hjá Gróttu í sumar og óvíst er hvort þeir haldi áfram hjá félaginu. Birgir segir ljóst að einhver liðsstyrkur verður sóttur í leikmannahópinn.

„Við ætlum ekki að kollvarpa liðinu og gjörbreyta okkar nálgun. Þannig að það sé skýrt. Við viljum fá hingað unga, spræka, efnilega stráka sem geta styrkt hópinn og fengið tækifæri sem þeir fá kannski ekki annars staðar," sagði Birgir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir