Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Viðtal við Jón Þór
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
banner
   þri 15. október 2019 15:50
Magnús Már Einarsson
Formaður Gróttu um laun leikmanna: Höfum ekki áætlað breytingu
Birgir Tjörvi Pétursson.
Birgir Tjörvi Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ágúst var efstur á blaði hjá okkur og einn af fyrstu kostum sem komu upp í hugann hjá okkur eftir að við lentum í þessari stöðu," sagði Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, við Fótbolta.net í dag.

Nýliðar Gróttu réðu í dag Ágúst Gylfason sem þjálfara til næstu þriggja ára en hann stýrir liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Við erum ekki að tjalda til einnar nætur. Við erum að horfa á þetta starf á nesinu til lengri tíma. Við erum að reyna að byggja upp innviði í þessu félagi til að það verði festa og stöðugleiki í starfinu. Við viljum vera uppbyggingarfélag og þess vegna er mikilvægt að vera ekki með of örar breytingar."

„Höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu"
Grótta hefur haldið því á lofti að leikmenn liðsins fái ekki greidd laun og þess í stað sé meira lagt í umgjörð félagsins. Verður breyting þar á núna þannig að leikmenn fái laun?

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu," sagði Birgir. „Við sjáum ekki að það sé knattspyrnuhreyfingunni til heilla að fara í þessa átt að byggja upp liðin á leikmönnum sem þiggja himinhá laun. Við viljum byggja liðið upp á uppöldum leikmönnum og ungum leikmönnum sem fá eki tækifæri annars staðar. Við viljum að þessir fjármunir nýtist í strákana og stelpurnar eftir því sem við á."

„Við höfum ekki áætlað neina breytingu á þvi hvernig við rekum okkar starf í grunninn. Við erum lítið félag og verðum að haga seglum eftir vindi og eyða ekki umfram það sem við öflum. Félög hafa brennt sig á því að ætla sér um. Við þurfum að ganga varlega inn um þessar dyr. Við höfum mikinn metnað í að byggja upp leikmannahópinn og gera strákana okkar betri í fótbolta. Við ætlum að verja okkar fjármunum í það og það er okkar fókus í augnabliki. Við sjaúm hvernig við ráðumst í það verkefni. Það helgast mikið af samtali okkar við þjálfarateymið."


Ætla ekki að kollvarpa liðinu
Nokkrir lánsmenn voru hjá Gróttu í sumar og óvíst er hvort þeir haldi áfram hjá félaginu. Birgir segir ljóst að einhver liðsstyrkur verður sóttur í leikmannahópinn.

„Við ætlum ekki að kollvarpa liðinu og gjörbreyta okkar nálgun. Þannig að það sé skýrt. Við viljum fá hingað unga, spræka, efnilega stráka sem geta styrkt hópinn og fengið tækifæri sem þeir fá kannski ekki annars staðar," sagði Birgir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner