Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 15. október 2019 15:50
Magnús Már Einarsson
Formaður Gróttu um laun leikmanna: Höfum ekki áætlað breytingu
Birgir Tjörvi Pétursson.
Birgir Tjörvi Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ágúst var efstur á blaði hjá okkur og einn af fyrstu kostum sem komu upp í hugann hjá okkur eftir að við lentum í þessari stöðu," sagði Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, við Fótbolta.net í dag.

Nýliðar Gróttu réðu í dag Ágúst Gylfason sem þjálfara til næstu þriggja ára en hann stýrir liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Við erum ekki að tjalda til einnar nætur. Við erum að horfa á þetta starf á nesinu til lengri tíma. Við erum að reyna að byggja upp innviði í þessu félagi til að það verði festa og stöðugleiki í starfinu. Við viljum vera uppbyggingarfélag og þess vegna er mikilvægt að vera ekki með of örar breytingar."

„Höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu"
Grótta hefur haldið því á lofti að leikmenn liðsins fái ekki greidd laun og þess í stað sé meira lagt í umgjörð félagsins. Verður breyting þar á núna þannig að leikmenn fái laun?

„Við höfum ekki tekið ákvörðun um að hverfa frá okkar stefnu," sagði Birgir. „Við sjáum ekki að það sé knattspyrnuhreyfingunni til heilla að fara í þessa átt að byggja upp liðin á leikmönnum sem þiggja himinhá laun. Við viljum byggja liðið upp á uppöldum leikmönnum og ungum leikmönnum sem fá eki tækifæri annars staðar. Við viljum að þessir fjármunir nýtist í strákana og stelpurnar eftir því sem við á."

„Við höfum ekki áætlað neina breytingu á þvi hvernig við rekum okkar starf í grunninn. Við erum lítið félag og verðum að haga seglum eftir vindi og eyða ekki umfram það sem við öflum. Félög hafa brennt sig á því að ætla sér um. Við þurfum að ganga varlega inn um þessar dyr. Við höfum mikinn metnað í að byggja upp leikmannahópinn og gera strákana okkar betri í fótbolta. Við ætlum að verja okkar fjármunum í það og það er okkar fókus í augnabliki. Við sjaúm hvernig við ráðumst í það verkefni. Það helgast mikið af samtali okkar við þjálfarateymið."


Ætla ekki að kollvarpa liðinu
Nokkrir lánsmenn voru hjá Gróttu í sumar og óvíst er hvort þeir haldi áfram hjá félaginu. Birgir segir ljóst að einhver liðsstyrkur verður sóttur í leikmannahópinn.

„Við ætlum ekki að kollvarpa liðinu og gjörbreyta okkar nálgun. Þannig að það sé skýrt. Við viljum fá hingað unga, spræka, efnilega stráka sem geta styrkt hópinn og fengið tækifæri sem þeir fá kannski ekki annars staðar," sagði Birgir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner