Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. október 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enrique vill ekki kenna De Gea um tapið
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, vildi ekki kenna markverðinum David de Gea um óvænt tap Spánverja gegn Úkraínu í Þjóðadeildinni á þriðjudag.

Viktor Tsygankov skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik, en Spánverjar voru 72 prósent með boltann í leiknum og áttu 21 marktilraun. Það var hins vegar Úkraína sem tók sigurinn.

De Gea var gagnrýndur fyrir markið en Enrique vill ekki að neinn kenni honum um það.

„Að kenna De Gea um er nú þegar slæmur ávani. Ef David er kennt um svona leik, slökkvið þá og við förum. Ef liðið verst og heldur leiknum í 0-0, þá vaxa þeir í leik sínum og einu sinni refsuðu þeir okkur. Við verðum að óska þeim til hamingju."

De Gea var fyrir nokkrum árum í umræðunni um besta markvörð í heimi, en hann er það svo sannarlega ekki lengur. Hann hefur líka verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hjá Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner