Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 09:41
Magnús Már Einarsson
Leikur á Laugardalsvelli í mars - Skoðað hvaða leiðir er hægt að fara
Fyrir leikinn gegn Króatíu árið 2013 var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll.
Fyrir leikinn gegn Króatíu árið 2013 var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Kristinn Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að reyna að setja saman áætlun fyrir veturinn. Það verður vonandi tekin ákvörðun í lok nóvember hvernig þetta endar, hvaða leið við förum," sagði Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ljóst er að Ísland spilar í umspili um sæti á EM í lok mars og Kristinn fær það krefjandi verkefni að hafa Laugardalsvöll í sem bestu ástandi þá. Ísland spilar í undanúrslitum 26. mars og fimm dögum síðar fer fram úrslitaleikur um sæti á EM en hann gæti einnig farið fram á Laugardalsvelli.

Ekki hefur verið leikið áður á Laugardalsvelli svona snemma árs en Kristinn er þó vongóður um að hægt verði að spila á vellinum í mars.

„Ég er ágætlega bjartsýnn. Fyrir ári síðan hefði auðveldlega verið hægt að spila í mars. Þá var hann ófrosinn. Árið þar á undan var völlurinn gaddfreðinn. Ég veit ekki hvað gerist í vetur en við munum gera okkar besta til að ná þessum mikilvæga leik eða leikjum," sagði Kristinn.

„Við erum að reyna að leita okkar þekkingar. Ég, starfsmenn golfvalla og starfsmenn á Laugardalsvelli eru að skiptast á hugmyndum."

Fyrir leik gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013 var lagður hitadúkur, eða hitapylsa, yfir völlinn. Það sama gæti verið gert síðustu vikurnar fyrir leikinn í mars.

„Það er einn af möguleikunum. Vandamálið er fyrst og fremst að við höfum ekki undirhita. Ef við hefðum undirhita væri þetta ekkert vandamál. Við þurfum að vera á tánum í desember, janúar, febrúar og mars að halda vellinum klakafríum og koma í veg fyrir að jarðvegurinn frjósi mikið. Það er erfitt að redda því í mars. Lykillinn er að jarðvegurinn sé ekki frosinn ef við fáum tjaldið yfir völlinn í mars," sagði Kristinn.

Ef Laugardalsvöllur verður ekki leikfær þarf að spila leikinn erlendis. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við 433.is í dag að þar gæti 28 þúsund manna leikvangur Bröndby komið til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner