Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   sun 15. nóvember 2020 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Geggjuð afgreiðsla Sveins Arons
Íslenska U21 landsliðið er að spila við það írska í mikilvægum leik í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Strákarnir okkar þurfa sigur til að eiga möguleika á sæti í lokakeppninni og eru þeir einu marki yfir þegar hálftími er eftir.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sem var fyrr í dag kallaður upp í íslenska A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn, kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik með snyrtilegu marki eftir frábæra stungusendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni.

Markið má sjá hér fyrir neðan. Afgreiðslan afar snyrtileg og minnir á föður hans, Eið Smára Guðjohnsen.

Athugasemdir
banner