
Marokkóski landsliðsmaðurinn Sofyan Amrabat leikmaður Fiorentina á Ítalíu hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á HM og hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu.
Þar á meðal hefur hann verið orðaður við spænsku félögin Barcelona og Atletico Madrid.
„Ég er stoltur af því að vera orðaður við stór félög á borð við Barcelona og Atletico en ég er leikmaður FIorentina, ég ber virðingu fyrir félaginu og á í góðu sambandi við forsetann," sagði Amrabat í samtali við spænska miðilinn Marca.
Hann var spurður út í álit sitt á leikstíl Atletico sem er mjög varnarsinnaður og hentar honum sem djúpum miðjumanni.
„Við erum með góðan þjálfara hjá Fiorentina líka en já ég kann að meta stílinn hjá (Diego) Simeone," sagði Amrabat.
Athugasemdir