Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 15. desember 2022 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi bestur að mati Neville

Lionel Messi er besti leikmaðurinn á HM að mati Gary Neville.


Hann segir að Messi eigi þann heiður meira skilið heldur en Kylian Mbappe.

„Ég segi Messi því Mbappe er í mun betra liði en Messi. Það eru nokkrir stórkostlegir leikmenn í kringum Mbappe. Annað en leikmennirnir í kringum Messi, ekki misskilja mig, þeir eru góðir."

„Ég tók mynd undir lok leiks Argentínu og Króatíu og þar voru tíu Argentínumenn við vítateiginn sinn og Messi aleinn fremstur. Það súmmerar þá svolítið vel upp," sagði Neville.

Messi og Mbappe mætast í úrslitum á HM þar sem Argentína og Frakkland mætast á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner