Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Pochettino vill taka við ensku eða spænsku félagi
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, vonast til að taka næst við félagi í ensku eða spænsku úrvalsdeildinni.

Pochettino stýrði Southampton á Englandi og Espanyol á Spáni áður en hann tók við Tottenham.

„Ég var heppinn að hefja feril minn sem stjóri hjá Espanyol í Barcelona og síðan kom ég í ensku úrvalsdeildina til að læra nýtt tungumál og menningu og ég er betri einstaklingur í dag," sagði Pochettino.

„Núna hef ég meiri þekkingu og reynslu. Enska úrvalsdeildin er enska úrvalsdeildin. Fótboltinn fæddist hér á Englandi en La Liga er með ótrúlega góðan fótbolta og ótrúlega þjálfara."

„England og Spánn eru tvær bestu deildir í heiminum."

Athugasemdir
banner
banner
banner