Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. janúar 2020 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Sky á Ítalíu: Inter að ganga frá kaupum á Ashley Young
Mynd: Getty Images
Fréttamenn Sky á Ítalíu segjast hafa örugga heimild fyrir því að Ashley Young muni gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við Inter um helgina.

Inter greiðir 1,5 milljón evra fyrir Young sem mun vera notaður sem varaskeifa í 3-5-2 leikkerfi Antonio Conte.

Young er 34 ára gamall og er fenginn til að breikka leikmannahóp Inter fyrir titilbaráttuna sem er framundan. Samningur Young við Man Utd hefði runnið út næsta sumar.

Ekki er ljóst hversu langan samning Young fær hjá Inter en talið er að hann gildi aðeins í sex mánuði, með möguleika á eins árs framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner