Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sungu nafn Benítez hátt á Anfield
Benítez stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni 2005.
Benítez stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni 2005.
Mynd: Getty Images
Stuðningsfólk Liverpool var í góðu skapi á Anfield. Það sá lið sitt vinna flottan 3-0 sigur á Brentford.

Á meðan leiknum stóð bárust fréttir þess efnis að Rafa Benítez hefði verið rekinn frá Everton.

Benítez er fyrrum stjóri Liverpool og stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeildinni árið 2005. Hann tók við Everton - nágrönnum Everton - síðasta sumar.

Stuðningsfólk Liverpool er virkilega ánægt með það sem Benítez tókst að afreka með Everton. Liðið byrjaði vel undir stjórn spænska stjórans en hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimmtán deildarleikjum sínum. Það var 2-1 tapið gegn Norwich City á laugardag sem fyllti mælinn og var því ákveðið að reka hann frá félaginu.

Á Anfield í dag söng stuðningsfólk Liverpool - sem hefur gaman að lélegu gegni Everton - nafn Benítez hátt enda mikil ánægja með hann þessa stundina.


Athugasemdir
banner
banner
banner