Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi, gaf Florian Wirtz sennilega besta hrós sem leikmaður á möguleika á því að fá.
Wirtz er aðeins 19 ára gamall en er þegar orðinn fastamaður í liði Leverkusen.
Hann hefur komið að 29 mörkum í 60 leikjum í þýsku deildinni en þjálfari hans líkir honum við argentínska snillinginn Lionel Messi.
„Það eru til góðir leikmenn og svo eru til leikmenn sem líta vel út á vellinum. Leikmaðurinn sem lítur vel út gerir skemmtilega hluti, en er ekkert sérstaklega afkastamikið.“
„Af hverju er Messi svona góður? Það er að því hann veit hvernig og hvenær hann á að spila einföldum sendingum. Messi segir „Ert þú í betri stöðu? Taktu boltann“. Þetta snýst ekki alltaf um að gera flottustu hreyfingarnar, heldur bestu og snjöllustu hreyfinguna. Florian getur gert það og þess vegna er hann svona góður,“ sagði Alonso.
Athugasemdir