
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er í framherjavandamálum núna þegar tímabilið er hálfnað.
Beth Mead og Vivianne Miedema, tvær af bestu sóknarmönnum í heimi, eru báðar fjarri góðu gamni vegna alvarlegra meiðsla.
Beth Mead og Vivianne Miedema, tvær af bestu sóknarmönnum í heimi, eru báðar fjarri góðu gamni vegna alvarlegra meiðsla.
Vefsíðan ArseBlog fjallar um að þetta sé eitthvað sem þurfi að horfa til fyrir seinni hluta tímabilsins. Arsenal hefur samið við tvo sóknarsinnaða miðjumann - Victoria Pelova og Kathrine Kuhl - og kallað kantmann úr láni - Gio Queiroz - en þær eru ekki að fara að skora mörkin sem þarf.
Leikmaður sem gæti skorað mörkin fyrir félagið er Eyjakonan Cloe Lacasse. Í greininni kemur fram að hún sé sterklega orðuð við Arsenal, en hún hefur skorað fimm mörk í Meistaradeild Evrópu með Benfica á þessari leiktíð.
„Cloe Lacasse gæti klárlega hjálpað til við að leysa vandamálið," segir í greininni.
Cloe lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.
Á þeim tíma fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada.
Hún hefur spilað með Benfica í Portúgal frá því hún yfirgaf ÍBV og hefur verið að leika gríðarlega vel. Cloe, sem er 29 ára gömul, hefur alls gert 84 mörk í 108 leikjum fyrir Benfica.
Arsenal, sem er í þriðja sæti sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er klárlega að fara að sækja sóknarmann í þessum mánuði og er Cloe mjög líklegur kostur.
Benficas @cloe_lacasse is on @ArsenalWFC radar for this transfer window. Who would you suggest her? Staying or leaving?#BenficaLissabon #ChloéLacasse #UWCL #ArsenalWomen pic.twitter.com/knjjZA0J0n
— Soccerdonna (@soccerdonna) January 15, 2023
Athugasemdir