Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 16. janúar 2023 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Diakhaby búinn að framlengja við Valencia

Miðjumaðurinn Mouctar Diakhaby er búinn að gera nýjan samning við Valencia sem gildir í fjögur og hálft ár. Þetta eru frábærar fregnir fyrir stuðningsmenn Valencia sem óttuðust að missa þennan öfluga miðjumann á frjálsri sölu næsta sumar.


Diakhaby er 26 ára landsliðsmaður Gíneu sem á þó 26 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands. Hann hefur verið lykilmaður í liði Valencia undanfarin ár en var að gæla við félagsskipti til ítölsku risanna í Inter næsta sumar.

Það verður ekkert úr þeim áformum því Diakhaby er nýjasti leikmaður Valencia til að skrifa undir samning eftir að Jose Gaya skrifaði undir í fyrra.

Gennaro Gattuso þykir hafa gríðarlega jákvæð áhrif hjá Valencia og bera leikmenn liðsins mikla virðingu fyrir honum. Talið er að Gattuso sé maðurinn sem sannfærði Gaya og Diakhaby til að skrifa undir og ætlar hann að reyna að sannfæra hinn tvítuga Yunus Musah að vera áfram hjá félaginu næsta sumar.


Athugasemdir
banner