Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro var keyptur til Manchester United frá Real Madrid á 70 milljónir punda síðasta sumar. Á Spáni hrönnuðust inn titlarnir og hann vann Meistaradeildina fimm sinnum.
Hann hefur verið lykilmaður í góðri spilamennsku Manchester United á þessu tímabili. Varnarmaðurinn Raphael Varane, sem var einnig samherji hans hjá Real Madrid, segist eiga erfitt með að lýsa þeim áhrifum sem Casemiro hefur haft.
Hann hefur verið lykilmaður í góðri spilamennsku Manchester United á þessu tímabili. Varnarmaðurinn Raphael Varane, sem var einnig samherji hans hjá Real Madrid, segist eiga erfitt með að lýsa þeim áhrifum sem Casemiro hefur haft.
„Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum," segir Varane.
„Hann tekur svo mikið svæði, hann hleypur svo mikið. Hann er ákafur þegar hann vill boltann en yfirvegaður þegar hann er með boltann. Hann hefur verið ótrúlegur."
Manchester United er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er áfram í báðum bikarkeppnunum og Evrópudeildinni.
Athugasemdir