Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. janúar 2023 10:35
Elvar Geir Magnússon
Stór hluti kaupverðsins fyrir Mudryk fer til úkraínska hersins
Mykhailo Mudryk í treyju Chelsea.
Mykhailo Mudryk í treyju Chelsea.
Mynd: Getty Images
Rinat Akhmetov, forseti Shaktar Donetsk, hefur opinberað það að stór hluti af þeim peningum sem Chelsea borgar fyrir Mykhailo Mudryk muni renna til úkraínska hersins, sem ver land sitt fyrir innrás Rússa.

„Ég hef aldrei farið leynt með þann draum minn að Shaktar vinni Evróputitla. Til að það gerist þurfum við að halda leikmönnum eins og Mudryk. Því miður er það ógerlegt núna þegar Úkraína er að berjast í þessu hræðilega og óréttláta stríði sem Rússland hefur háð gegn okkur," segir Akhmetov.

„Ég er viss um að við munum vinna sigur og spila vináttuleik gegn Chelsea á Donbass Arena í Úkraínu."

Vegna stríðsástands hefur Shaktar ekki spilað á heimavelli sínum síðan 2014 en Akhmetov segir að hluti af samkomulaginu við Chelsea hafi verið að liðin muni mætast í vináttuleik í Úkraínu.

Talað er um að heildarverðmæti kaupa Chelsea á Mudryk sé 88 milljónir punda en Akhmetov greinir frá því að þegar hafi 20,5 milljónir punda (rúmlega 3,5 milljarðar íslenskra króna) af þeirri upphæð farið til úkraínska hersins.

Mudryk var formlega kynntur á Stamford Bridge í gær og hélt hann á úkraínska fánanum þegar hann var kynntur. Fyrir ári síðan var Chelsa í eigu Roman Abramovich. Eftir innrás Rússa í Úkraínu neyddist Abramovich til að selja félagið.
Athugasemdir
banner
banner