Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 12:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
„Ætluðum ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Gunnlaugsson, formaður fótboltadeildar Víkings, segir að félagið hefði viljað fá mun hærri upphæð fyrir Arnar en raunin varð. Fótbolti.net hefur fjallað um að KSÍ hafi þurft að greiða 10-15 milljónir til að fá Arnar lausan.

Í viðtali við Vísi var Heimir spurður að því hvort Víkingar væru sáttir með upphæðina.

„Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við," svaraði Heimir.

Heimir segist samgleðjast Arnari: „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref."

Fastlega er gert ráð fyrir því að Sölvi Geir Ottesen verði kynntur sem nýr þjálfari Víkings en Heimir segir að ekki sé búið að ganga frá málum.
Athugasemdir
banner
banner