Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tapaðar sálir sem fundu hvort annað á fullkomnum tíma
Icelandair
Arnar upplifði magnaða tíma sem þjálfari Víkings.
Arnar upplifði magnaða tíma sem þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sölvi og Arnar.
Sölvi og Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er orðinn landsliðsþjálfari Íslands. Hann lýsti því í viðtali við Fótbolta.net í dag að það væri ótrúlega ljúft að vera kominn í draumastarfið en á sama væri hann að ganga í gegnum ákveðið sorgarferli.

Ástæðan fyrir því er sú að hann er hættur hjá Víkingum eftir að hafa verið þar aðalþjálfari síðan 2018. Hann náði mögnuðum árangri í Fossvoginum.

„Það var erfitt. Sem betur fer fékk ég mikinn skilning," sagði Arnar við Fótbolta.net aðspurður að því hvernig hefði verið að tjá Víkingum það að hann vildi taka við landsliðinu.

„Það hafa aldrei verið hnökrar í okkar samstarfi. Við höfum alltaf getað rætt allt á milli himins og jarðar, eins og góð hjón gera."

„Þetta er mjög merkileg saga. Við hittumst 2018 þar sem við vorum bæði tapaðar sálir í fótbolta; Víkingur var ekki alveg á góðum stað og ég var 45 ára að reyna að átta mig á því hvað mig langaði að gera þegar ég yrði stór. Ég var ekki þroskaðari en það. Við hittumst á fullkomnum tíma fyrir hvort annað og upplifðum frábærar stundir saman. Skilnaðurinn var frábær sem er ekki sjálfsagt. Það var erfitt að eiga þetta samtal en ég tel þetta góðan tíma fyrir mig og Víkinga að slíta naflastrenginn."

Víkingur getur ekki fundið betri mann
Sölvi Geir Ottesen er að taka við Víkingum en hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Arnars síðustu ár.

„Ég held að Víkingur geti ekki fengið betri mann," segir Arnar um Sölva.

„Hann er fljótur að læra, mjög klár í kollinum og veit hvað þarf til. Hann er líka mikill Víkingur. Hann mun fá alla þá aðstoð sem hann þarf. Ef hann vill mína hjálp, þá er það ekkert mál. Hann veit það. Ég verð alltaf Víkingur og er mjög hrifinn af þessari ráðningu."
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Athugasemdir
banner
banner
banner