Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mane búinn að skora 100 mörk á Englandi
Sadio Mane er kominn með 100 mörk
Sadio Mane er kominn með 100 mörk
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool á Englandi, skoraði 100. mark sitt á Englandi í gær er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni.

Mane, sem er 27 ára gamall, kom til Southampton frá RB Salzburg árið 2014 en á tíma hans hjá liðinu gerði hann 25 mörk á tveimur tímabilum.

Hann var seldur til Liverpool árið 2016 en síðan hann fór til félagsins hefur hann gert 75 mörk og er því kominn með 100 mörk í heildina.

Mane er í 30. sæti yfir markahæstu menn Liverpool frá upphafi og aðeins einu marki á eftir Roberto Firmino.

Mohamed Salah er í 18. sæti með 89 mörk og er efstur af þeim leikmönnum sem spila með liðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner