Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. febrúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Gundogan ætlar í þjálfun - „Ég hef unnið með bestu þjálfurum heims"
Ilkay Gundogan er búinn að skora ellefu mörk í síðustu fimmtán deildarleikjum
Ilkay Gundogan er búinn að skora ellefu mörk í síðustu fimmtán deildarleikjum
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan ætlar að fara út í þjálfun þegar hann ákveður að leggja skóna á hilluna en hann segir frá þessu í viðtali við Goal.

Þessi þrítugi miðjumaður er í besta formi lífs síns þessa stundina en hann hefur verið gríðarlega mikilvægur á frábæru tímabili Manchester City.

Gundogan hefur skorað þrettán mörk og lagt upp þrjú í 26 leikjum með City á tímabilinu þar af ellefu mörk í síðustu fimmtán leikjum.

City er með góða forystu á toppnum en Gundogan er þegar farinn að huga að því hvað hann ætlar að gera eftir ferilinn. Hann ætlar út í þjálfun en þýski landsliðsmaðurinn segist hafa lært af þeim bestu.

„Það var ekki fyrir svo löngu sem ég spurðist fyrir um upplýsingar um hvernig þetta gengur fyrir sig ef ég ætlaði mér að taka þjálfararéttindin. Þetta er meira en bara hugmynd," sagði Gundogan.

„Staðreyndin er sú að með Pep Guardiola, Jürgen Klopp og Thomas Tuchel, þá hef ég verið með bestu þjálfara í heimi til þessa. Maður lærir mikið og hugsar hvernig maður getur miðlað þessari þekkingu áfram eftir ferilinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner