Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 16. febrúar 2023 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Leggja fram fimm milljarða punda tilboð í Man Utd
Mynd: Getty Images
Fjárfestingahópurinn Qatar Investment Authorities (QIA) mun leggja fram fimm milljarða punda tilboð í Manchester United á morgun en þetta kemur fram í viðskiptamiðlinum Bloomberg.

Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani, fyrrum forsætisráðherra Katar, leiðir fjárfestingahópinn en talið er að hann fái grænt ljóst frá UEFA til að kaupa félagið.

Katarar eiga nú þegar Paris Saint-Germain en það var keypt af Qatar Sports Investments fyrir ellefu árum. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG og sá sem fór fyrir QSI er í stjórn hjá fjárfestingahópnum sem reynir að kaupa United, en hann hefur hins vegar sagt að þetta eigi ekki eftir að hafa áhrif á Parísarliðið.

Emírinn af Katar, Tamim bin Hamad al-Thani, hefur heimilað fimm milljarða punda tilboð í Manchester United, en hann er sagður mikill stuðningsmaður félagsins. Bloomberg segir að QIA-fjárfestingahópurinn ætli að leggja fram tilboðið á morgun.

Majed Al Khelaifi, einn virtasti blaðamaðurinn á Mið-Austurlöndunum, birti færslu á Twitter sem gefur til kynna að Katar ætli að leggja allt í að eignast Man Utd.

Fresturinn til að leggja fram tilboð í United rennur út á morgun en eina opinbera tilboðið til þessa kemur frá Sir Jim Ratcliffe.

Einnig er áhugi frá Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum en baráttan virðist vera á milli Ratcliffe og Katar.
Athugasemdir
banner
banner