Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 16. febrúar 2023 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag gagnrýnir dómgæsluna - „Þeir geta ekki gert svona mistök"
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var óhress með dómgæsluna í 2-2 jafnteflinu gegn Barcelona á Nou Camp í kvöld en hrósaði hins vegar frammistöðu liðsins.

United spilaði frábæran bolta á erfiðum útivelli en það var hins vegar Barcelona sem tók forystuna eftir hornspyrnu í gegnum Marcos Alonso.

Gestirnir komu til baka með marki frá Marcus Rashford og sjálfsmarki Jules Kounde. Raphinha jafnaði metin er fyrirgjöf hans rataði alla leið í fjærhorninu og lokatölur 2-2.

„Mér fannst við stjórna leiknum, fyrir utan kannski í fimmtán mínútur í fyrri hálfleik. Við áttum í smá erfiðleikum þá, en við náðum að stjórna restinni af leiknum og fengum svo mörg færi. Ég var svolítið vonsvikinn að staðan var markalaust í hálfleik því við hefðum átt að skora og þau færi sem Barcelona fékk sköpuðum við sjálfir. Þetta var samt frábær leikir þar sem tvö sóknarsinnuð lið mættust. Mér fannst þetta vera Meistaradeildarleikur, jafnvel aðeins meira en það, en ég naut leiksins. Þegar allt kemur til alls endaði þetta 2-2 og nú þurfum við að klára þetta á Old Trafford,“

Á 63. mínútu var Rashford sloppinn í gegn og kominn í dauðafæri er Kounde keyrði aftan í hann en ekkert dæmt. Ten Hag var ekki sáttur við dómgæsluna í því atviki.

„Við erum með mikinn karakter og festu í þessu liði.Það var mikil trú hjá okkur að skora fyrsta markið því það er svo þýðingarmikið og við náðum því ekki. Svo náum við að snúa þessu við eftir að hafa lent undir og mér fannst dómgæslan hafa mikil áhrif í þessum leik. Þetta var augljóst brot á Rashford. Það er hægt að ræða það hvort það er fyrir utan teiginn eða í teignum en þá er þetta rautt spjald því hann var einn á einn gegn markverðinum. Þetta hefur mikil áhrif, ekki bara í þessum leik heldur í þessari umferð og dómararnir geta ekki gert svona mistök

„Ég verð að hrósa Rashford því hann er í góðu formi en allt liðið gerði vel. Mér fannst þetta mjög góð frammistaða hjá liðinu.“

„Þetta snýst ekki bara um Wout en hann gerði vel í þessari stöðu. Það gefur okkur aðra möguleika en ég vil líka að Jadon og Bruno fari í hálfsvæðin og koma þeim í boltann en líka að taka hlaup úr djúpinu. Þegar bakverðirnir komu með í sóknina þá fengum við góð tækifæri til að skora og hefðum átt að vinna leikinn.“


Næsti leikur er á Old Trafford í næstu viku en Ten Hag mælir með að allir horfi á þann leik.

„Ef þetta verður eins og þessi leikur þá get ég ímyndað mér að allir hafi áhuga á því að sjá þann leik,“ sagði Ten Hag í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner