Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   fös 16. febrúar 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er ótrúlegt að við höfum ekki verið komnir yfir í fyrri hálfleik. Við vorum ósáttir með að vera 0-0 í hálfleik, okkur fannst eins og við ættum að vera komnir yfir. En við náum að komast yfir. Vidusha gerir mjög vel, það er gott stundum að vera 50 kíló. Síðan vorum við svekktir að fá jöfnunarmarkið á okkur en mikill karakter að skora sigurmarkið, öll mörkin á tæpum 5 mínútum.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR-inga, eftir dramatískan sigur ÍR á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.


Ég er mjög sáttur með leikinn og að hafa staðið svona vel í þeim. Fáum ekki á okkur mark í tæpar 90 mínútur og nýttum áhlaupin mjög vel. Við vorum yfir í fyrri hálfleik en þeir í seinni, síðan stálum við þessu í lokin.

Það vakti athygli að Bragi Karl, einn besti leikmaður ÍR-inga, var tekinn útaf í hálfleik. Árni sagði að ekkert hafi komið fyrir, en að það væri bara verið að hvíla hann fyrir komandi átök en Bragi var einmitt valinn í æfingarhóp U21 árs landsliðið.

Lokamínútur leiksins voru mjög dramatískar en Árna leið alltaf eins og það væri annað mark í loftinu eftir að Fram jafnar.

Ég held að hann hafi bætt 7 mínútum við. Þetta var bara spennandi. Þegar þeir jafna í 1-1 þá fékk maður einhverja tilfinningu að það myndi koma annað mark í leikinn. Síðan fær Kennie (Chopart) rautt fyrir groddaralega tæklingu beint fyrir framan okkur og það verður smá æsingur. Síðan gerðum við bara mjög vel. Sæmi gerð vel að leggja upp á Guðjón sem kláraði mjög vel.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner