Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 16. febrúar 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er ótrúlegt að við höfum ekki verið komnir yfir í fyrri hálfleik. Við vorum ósáttir með að vera 0-0 í hálfleik, okkur fannst eins og við ættum að vera komnir yfir. En við náum að komast yfir. Vidusha gerir mjög vel, það er gott stundum að vera 50 kíló. Síðan vorum við svekktir að fá jöfnunarmarkið á okkur en mikill karakter að skora sigurmarkið, öll mörkin á tæpum 5 mínútum.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR-inga, eftir dramatískan sigur ÍR á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.


Ég er mjög sáttur með leikinn og að hafa staðið svona vel í þeim. Fáum ekki á okkur mark í tæpar 90 mínútur og nýttum áhlaupin mjög vel. Við vorum yfir í fyrri hálfleik en þeir í seinni, síðan stálum við þessu í lokin.

Það vakti athygli að Bragi Karl, einn besti leikmaður ÍR-inga, var tekinn útaf í hálfleik. Árni sagði að ekkert hafi komið fyrir, en að það væri bara verið að hvíla hann fyrir komandi átök en Bragi var einmitt valinn í æfingarhóp U21 árs landsliðið.

Lokamínútur leiksins voru mjög dramatískar en Árna leið alltaf eins og það væri annað mark í loftinu eftir að Fram jafnar.

Ég held að hann hafi bætt 7 mínútum við. Þetta var bara spennandi. Þegar þeir jafna í 1-1 þá fékk maður einhverja tilfinningu að það myndi koma annað mark í leikinn. Síðan fær Kennie (Chopart) rautt fyrir groddaralega tæklingu beint fyrir framan okkur og það verður smá æsingur. Síðan gerðum við bara mjög vel. Sæmi gerð vel að leggja upp á Guðjón sem kláraði mjög vel.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner