Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
   fös 16. febrúar 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er ótrúlegt að við höfum ekki verið komnir yfir í fyrri hálfleik. Við vorum ósáttir með að vera 0-0 í hálfleik, okkur fannst eins og við ættum að vera komnir yfir. En við náum að komast yfir. Vidusha gerir mjög vel, það er gott stundum að vera 50 kíló. Síðan vorum við svekktir að fá jöfnunarmarkið á okkur en mikill karakter að skora sigurmarkið, öll mörkin á tæpum 5 mínútum.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR-inga, eftir dramatískan sigur ÍR á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.


Ég er mjög sáttur með leikinn og að hafa staðið svona vel í þeim. Fáum ekki á okkur mark í tæpar 90 mínútur og nýttum áhlaupin mjög vel. Við vorum yfir í fyrri hálfleik en þeir í seinni, síðan stálum við þessu í lokin.

Það vakti athygli að Bragi Karl, einn besti leikmaður ÍR-inga, var tekinn útaf í hálfleik. Árni sagði að ekkert hafi komið fyrir, en að það væri bara verið að hvíla hann fyrir komandi átök en Bragi var einmitt valinn í æfingarhóp U21 árs landsliðið.

Lokamínútur leiksins voru mjög dramatískar en Árna leið alltaf eins og það væri annað mark í loftinu eftir að Fram jafnar.

Ég held að hann hafi bætt 7 mínútum við. Þetta var bara spennandi. Þegar þeir jafna í 1-1 þá fékk maður einhverja tilfinningu að það myndi koma annað mark í leikinn. Síðan fær Kennie (Chopart) rautt fyrir groddaralega tæklingu beint fyrir framan okkur og það verður smá æsingur. Síðan gerðum við bara mjög vel. Sæmi gerð vel að leggja upp á Guðjón sem kláraði mjög vel.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner