Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fös 16. febrúar 2024 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir ÍA vera að sækja leikmann sem var í rappsveit með Haaland
Erik Tobias Sandberg.
Erik Tobias Sandberg.
Mynd: Getty Images
Norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg er sagður vera að ganga í raðir ÍA en það er Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar sem greinir frá þessu.

ÍA átti von á því að fá króatískan reynslubolta í varnarlínuna, Marin Ljubicic, en ekkert varð úr því að hann kæmi til félagsins. Samkomulag var í höfn um að hann kæmi um mánaðamótin en hann fékk annað tilboð sem hann tók.

Því virðist sem svo að félagið hafi snúið sér að Sandberg en hann er tólf árum yngri en Ljubicic.

Sandberg er 23 ára gamall og ólst upp hjá Lilleström. Undanfarin ár hefur hann spilað með Jerv sem féll á síðasta ári niður í C-deild í Noregi.

Sandberg lék á sínum tíma 54 yngri landsleiki fyrir Noreg.

ÍA fór með sigur af hólmi í Lengjudeildinni á síðasta ári og leikur í Bestu deildinni í sumar.

Er góður vinur Erling Haaland
Þegar samfélagsmiðlar Sandberg eru skoðaðir, þá sést að hann og Erling Haaland eru ágætis félagar. Haaland er í dag einn besti sóknarmaður í heimi en hann spilar fyrir Englands- og Evrópumeistara Manchester City.

Þeir voru saman í yngri landsliðum Noregs og voru í kjölfarið saman í rappsveitinni Flow Kingz. Hér fyrir neðan má hlusta á lag sem þessi frábæra sveit gaf út saman, og skemmtileg myndband sem fylgir laginu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner