Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   sun 16. febrúar 2025 13:28
Hafliði Breiðfjörð
Albert kom inná en bað fljótlega um skiptingu þegar Fiorentina tapaði
Albert Guðmundsson meiddist skömmu eftir að hann kom inná.
Albert Guðmundsson meiddist skömmu eftir að hann kom inná.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum þegar Fiorentina fékk Como í heimsókn í ítölsku Serie A-deildinni í dag.

Hann kom inná á 55 mínútu en 20 mínútum síðar varð hann að fara af velli vegna meiðsla.

Albert hafði lent í samstuði við leikmann Como og reyndi að halda leik áfram en sá fljótlega að það gekk ekki og bað um skiptingu á 75. mínútu.

Á meðan hann var inni á vellinum fékk hann að líta gula spjaldið fyrir brot.

Como vann leikinn 0-2.

Fiorentina 0 - 2 Como
0-1 Assane Diao ('41 )
0-2 Nico Paz ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner