Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum þegar Fiorentina fékk Como í heimsókn í ítölsku Serie A-deildinni í dag.
Hann kom inná á 55 mínútu en 20 mínútum síðar varð hann að fara af velli vegna meiðsla.
Albert hafði lent í samstuði við leikmann Como og reyndi að halda leik áfram en sá fljótlega að það gekk ekki og bað um skiptingu á 75. mínútu.
Á meðan hann var inni á vellinum fékk hann að líta gula spjaldið fyrir brot.
Como vann leikinn 0-2.
Fiorentina 0 - 2 Como
0-1 Assane Diao ('41 )
0-2 Nico Paz ('66 )
Athugasemdir