Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 16:34
Hafliði Breiðfjörð
Pereira: Sama um hitt liðið hvort sem það er Liverpool eða Chelsea
Mynd: EPA
„Mér er alveg sama um liðið hinum megin á vellinum, hvort sem það er Liverpool eða Chelsea. Það skiptir mig engu máli, ég er bara að hugsa um mitt lið," sagði Vitor Pereira stjóri Wolves eftir 2-1 tap gegn Liverpool á Anfield í dag. Liverpool komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum en Wolves var betra liðið í þeim seinni.

„Við verðum að spila fyrri hálfleikinn eins og við spiluðum þann seinni, það er það sem ég vil sjá frá liðinu mínu. Karakterinn, hugrekkið og þeirra sýna úr hverju þeir eru gerðir. Ég sá það allt í seinni hálfleik."

„Wolves vaknaði í seinni hálfleik, og spiluðu leikinn óhræddir, spila, pressa og skapa vandamál. Meira að segja bestu leikmenn heims gera mistök ef þeir eru pressaðir. Við verðum að gera þetta í framtíðinni, ekki bara annan hálfleikinn heldur báða. Taka áhættur, spila með hugrekki og á okkar hátt. Þá er mér sama um úrslitin."


Aðspurður hvort Konate hafi átt að fá rautt sagði hann: „Ég er ekki dómarinn, en já mér finnst það, Hvað sem ég segi breytir samt engu en mín skoðun er sú að annað gula spjaldið hafi átt að fara á loft."
Athugasemdir
banner
banner
banner