Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. mars 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Kostaði kórónaveiran Ben Mee fyrsta landsleikinn?
Ben Mee fagnar marki.
Ben Mee fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið hefur hætt við fyrirhugaða vináttuleiki í lok mars vegna kórónuveirunnar.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, átti að velja hópinn í þessari viku og talið er að John Stones varnarmaður Manchester City og Fikayo Tomori varnarmaður Chelsea hafi átt á hættu að missa sæti sitt síðan í síðasta hóp í nóvember.

The Athletic segir að Southgate hafi verið að íhuga alvarlega að velja Ben Mee, varnarmann Burnley, í enska hópinn í fyrsta skipti áður en leikjunum var frestað.

Hinn þrítugi Mee hefur spilað allar mínútur Burnley á tímabilinu og haldið ellefu sinnum hreinu með Burnley.

Southgate ku einnig hafa skoðað Mason Holgate, miðvörð Everton, en nú er óvíst hvenær næstu landsleikir Englendinga fara fram og hvort þessir leikmenn eigi möguleika á að vera í hópnum þá.
Athugasemdir
banner