mán 16. mars 2020 08:10
Elvar Geir Magnússon
Líklegast að Van de Beek fari til Man Utd
Powerade
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Issa Diop.
Issa Diop.
Mynd: Getty Images
Ighalo, Van de Beek, Ronaldo, De Bruyne, Sterling, Kane og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Nígeríski sóknarmaðurinn Odion Ighalo (30) er tilbúinn að taka á sig 6 milljóna punda launalækkun til að vera áfram hjá Manchester United. Hann er á láni frá Shanghai Shenhua. (Mail)

Manchester United er talinn líklegasti áfangastaður miðjumannsins Donny van de Beek (23) hjá Ajax. Real Madrid hefur líka sýnt Hollendingnum áhuga. (Marca)

Juventus er tilbúið að bjóða framherjanum Cristiano Ronaldo (35) framlengingu á samningi sínum til að halda honum til 2024. (Tuttosport)

Harry Kane (26) sóknarmaður Tottenham íhugar að hafna möguleika á að fara til Manchester United eða Manchester United því hann vill helst fara til Juventus. (Tuttosport)

Manchester City notar frestunina á ensku úrvalsdeildinni í að ræða við Kevin de Bruyne (28) og Raheem Sterling (25) um nýja samninga. (Sun)

Newcastle United ætlar að leggja meiri áherslu á að gera nýjan samning við enska miðjumanninn Matty Longstaff (19). (Star)

Mikel Artera, stjóri Arsenal, hefur áhuga á að fá varnarmanninn Issa Diop (23) frá West Ham. Frakkinn er metinn á 60 milljónir punda en hann er einnig á óskalista Manchester United. (Metro)

Leikmenn sem verða samningslausir í júní gætu fengið bráðabirgðasamninga svo hægt sé að klára tímabilið þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn. (Telegraph)

Liverpool er komið langt á veg í viðræðum við Georginio Wijnaldum (29) um nýjan samning til 2023. (Star)

Barcelona, Manchester United og Real Madrid vilja öll fá tyrkneska U17-landsliðsmiðjumanninn Ömer Beyaz (16) frá Fenerbahce. (Express)

Búist er við því að markvörðurinn Dean Henderson (23) sem er á láni hjá Sheffield United snúi aftur til Manchester United í sumar. Chelsea hefur mikinn áhuga. (Star)

Tottenham hefur verið fylgjast með Eberechi Eze (21), miðjumanni Queens Park Rangers. QPR vill fá 20 milljónir punda fyrir enska U21-landsliðsmanninn. (Sun)

Aukin óánægja er meðal stuðningsmanna West Ham sem fara fram á að eigendur félagsins, David Sullivan og David Gold, selji félagið. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner