Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. mars 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Dan úr leik í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Dagur Dan Þórhallsson og hans menn í Orlando City eru úr leik í Meistaradeild CONCACAF eftir svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Tigres frá Mexíkó en útivallarmörkin lifa enn góðu lífi í þeirri keppni.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mexíkó og Tigres því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn.

Tigres komst yfir á 21. mínútu leiksins og brekkan orðin ansi brött fyrir heimamenn í Orlando.

Dagur Dan kom inná sem varamaður á 76. mínútu leiksins og tæpum þrettán mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Ercan Kara gerði það og var það algjört draumamark. Tigres-menn björguðu á línu eftir hornspyrnu og fór boltinn hátt upp í lofti en Kara ákvað að reyna bakfallsspyrnu sem gekk fullkomlega upp og staðan 1-1.

Seint í uppbótartíma fékk Duncan McGuire séns til að vinna einvígið fyrir Orlando en skaut framhjá úr dauðafæri. Lokatölur 1-1 og er það Tigres sem fer í 8-liða úrslit á útivallarmarki.
Athugasemdir
banner
banner
banner