Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 16. mars 2023 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa: West Ham í engum vandræðum - Framlengt á Emirates
Gianluca Scamacca
Gianluca Scamacca
Mynd: EPA
Pedro Goncalves skoraði ótrúlegt mark
Pedro Goncalves skoraði ótrúlegt mark
Mynd: EPA

Það er framlengt á Emirates þar sem Arsenal og Sporting eigast við.


Heimamenn í Arsenal komust í forystu en það var Granit Xhaka sem kom boltanum í netið eftir að Antonio Adan varði skot Gabriel Martinelli.

Arsenal var marki yfir í hálfleik en Sporting jafnaði metin með stórbrotnu marki Pedro Goncalves þar sem hann lét vaða frá miðju og boltinn sveif yfir Aaron Ramsdale og hafnaði í netinu.

Sporting var líklegra til að komast yfir en Arsenal að endurheimta forystuna en mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma.

Roma, Leverkusen og Royale Union SG eru komin áfram í Evrópudeildinni.

Í sambandsdeildinni fékk West Ham heimsókn frá AEK Larnaca frá Kýpur en fyrri leikur liðanna endaði með 2-0 sigri West Ham.

David Moyes hefur gagnrýnt Gianluca Scamacca undanfarið en hann var í byrjunarliðinu í kvöld og þakkaði traustið með því að koma liðinu yfir.

Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Jarrod Bowen strax í upphafi síðari hálfleiks en Bowen skoraði þriða mark leiksins aðeins tveimur mínútum síðar.

Hinn 18 ára gamli Divin Mubama negldi síðasta naglann í kistu Larnaca og tryggði West Ham 4-0 sigur.

Úrslit í Evrópudeildinni

St. Gilloise 3 - 0 Union Berlin (Samtals 6-3)
1-0 Teddy Teuma ('18 )
2-0 Lazare Amani ('63 )
3-0 Loic Lapoussin ('90 )
Rautt spjald: Janik Haberer, Union Berlin ('80)

Ferencvaros 0 - 2 Bayer Leverkusen (0-4)
0-1 Moussa Diaby ('3 )
0-2 Amine Adli ('81 )

Arsenal 1 - 1 Sporting (framlengt)
1-0 Granit Xhaka ('19 )
1-1 Pedro Goncalves ('62 )

Real Sociedad 0 - 0 Roma (0-2)

Úrslit í Sambandsdeildinni

AZ 2 - 1 Lazio (4-2)
0-1 Felipe Anderson ('21 )
1-1 Jesper Karlsson ('28 )
2-1 Vangelis Pavlidis ('62 )

West Ham 4 - 0 AEK Larnaca (6-0)
1-0 Gianluca Scamacca ('21 )
2-0 Jarrod Bowen ('47 )
3-0 Jarrod Bowen ('49 )
4-0 Divin Mubama ('65 )
Rautt spjald: Gus Ledes, AEK Larnaca ('44)

Nice 3 - 1 Sherif (4-1)
1-0 Gaetan Laborde ('30 )
2-0 Terem Moffi ('53 )
2-1 Abdoul Tapsoba ('54 )
3-1 Billal Brahimi ('79 )

Villarreal 0 - 1 Anderlecht (1-2)
0-1 Islam Slimani ('73 )


Athugasemdir
banner
banner
banner