Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. mars 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Formsatriði hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar lýkur í kvöld með átta leikjum en það mun koma í ljós hvaða lið fara í 8-liða úrslit keppninnar.

Manchester United heimsækir Real Betis í Seville-borg klukkan 17:45.

United vann fyrri leikinn 4-1 og því formsatriði fyrir liðið að klára dæmið í kvöld.

Juventus heimsækir Freiburg til Þýskalands. Ítalska liðið vann fyrri leikinn 1-0. Þá þarf Arsenal heldur betur að gera betur en í fyrri leiknum gegn Sporting en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli í Portúgal.

Innan sviga má sjá hvernig einvígin standa:

Leikir dagsins:
17:45 Freiburg - Juventus (0-1)
17:45 Fenerbahce - Sevilla (0-2)
17:45 Betis - Man Utd (1-4)
17:45 Feyenoord - Shakhtar D (1-1)
20:00 St. Gilloise - Union Berlin (3-3)
20:00 Ferencvaros - Leverkusen (0-2)
20:00 Arsenal - Sporting (2-2)
20:00 Real Sociedad - Roma (0-2)
Athugasemdir
banner
banner
banner