Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 16. apríl 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Florian Wirtz verður ekki seldur í sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fernando Carro, framkvæmdastjóri hjá Bayer Leverkusen, fór í viðtöl við spænska fjölmiðla í dag og svaraði spurningum.

Hann ræddi meðal annars um framtíð þjálfarans Xabi Alonso og var svo spurður út í Florian Wirtz, stjörnuleikmann Leverkusen sem er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.

Wirtz er 20 ára gamall og er samningsbundinn Leverkusen næstu þrjú árin, en Real Madrid, Liverpool, Manchester City og Manchester United eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við hann, auk FC Bayern.

Wirtz er metinn á rúmlega 100 milljónir evra en Leverkusen hefur engan áhuga á að selja þennan öfluga sóknartengilið, sem á 16 A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland þrátt fyrir ungan aldur.

„Florian Wirtz verður áfram með okkur á næstu leiktíð, hann er búinn að samþykkja það ásamt föður sínum. Það eru mörg félög áhugasöm og við getum ekki vitað hvað gerist í framtíðinni, en hann er ekki að fara í sumar," sagði Carro í viðtali við AS.

„Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og efnilegur leikmaður. Hann gæti unnið Gullboltann einn daginn."

Wirtz hefur komið að 88 mörkum í 144 leikjum með Leverkusen þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner
banner