Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd ráðinn til Atalanta
Mynd: Atalanta
John Murtough, fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd, hefur fundið nýtt starf eftir að hafa verið rekinn frá United í fyrra.

Sir Jim Ratcliffe hefur tekið til á bakvið tjöldin en hann lét Murtough fara í apríl í fyrra. Murtough starfaði hjá Man Utd frá 2013 og var yfirmaður fótboltamála frá 2021.

Hann hefur verið ráðinn til Atalanta og mun starfa náið með Tony D’Amico, yfirmanni fótboltamála hjá ítalska félaginu, með það að markmiði að stækka vörumerkið Atalanta á heimsvísu.

Atalanta hefur verið á hraðri uppleið undir stjórn Gian Piero Gasperini undanfarin níu ár. Liðið hefur tekið þátt í Meistaradeildinni og varð Evrópudeildarmeistari á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner