Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir son sinn hafa engan áhuga á Real Madrid
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: EPA
Faðir argentínska miðjumannsins Alexis Mac Allister segir að sonur sinn hafi engan áhuga á því að fara til Real Madrid.

Mac Allister hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool sem er að fara að vinna Englandsmeistaratitilinn.

Hann hefur að undanförnu verið orðaður við Real Madrid en faðir hans segir að hann hafi engan áhuga á því að fara þangað.

„Alexis er mjög ánægður hjá Liverpool," sagði faðir leikmannsins við winwin.

„Það er mikilvægt að hann virði þá stofnun sem hann er að spila fyrir. Hann er með samning til 2028 og vonandi verður hann bara þar áfram."
Athugasemdir
banner